Fækkar aðgerðum vegna æxla í húð 5. október 2004 00:01 Nýtt lyf sem upprætir vissar tegundir húðkrabbameins hefur verið flutt hingað til lands og samþykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekju-uppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Metvix er krem sem er borið á æxlið í ákveðinn tíma og síðan er bletturinn lýstur með sérstöku tæki. Það er síðan samverkun lyfsins og ljóssins sem vinnur á meininu. Gísli Ingvarsson, húðlæknir í Lágmúlanum er kunnugur þessari meðferð og hefur yfir tæki að ráða sem notað er með áburðinum. "Ég kynntist þessu lyfi í Tromsö í Noregi þar sem ég starfaði um tíma," segir hann og staðfestir að Metvix sé orðið þekkt víða í Evrópu og tæknibúnaðurinn og aðferðafræðin sem þurfi til að beita meðferðinni sé vel þekkt af öllum húðsjúkdómalæknum. Hann telur þessa aðferð jafnvel gagnast á fleiri krabbamein en húðkrabba en skilyrði fyrir lækningu sé að hægt sé að koma ljósgjafanum að. Gísli segir húðkrabbamein hafa aukist jafnt og þétt í hlutfalli við sólarnotkun fólks og flöguþekju og grunnfrumumeinin sem Metvix vinnur á segir hann algeng hjá norrænu fólki. Meðferðin dugar hinsvegar ekki gegn sortuæxlum. Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýtt lyf sem upprætir vissar tegundir húðkrabbameins hefur verið flutt hingað til lands og samþykkt af yfirvöldum. Það heitir Metvix og er þróað og framleitt í Noregi. Lyfið hefur gagnast vel á húðæxli af flöguþekju-uppruna og fækkað skurðaðgerðum vegna þeirra. Metvix er krem sem er borið á æxlið í ákveðinn tíma og síðan er bletturinn lýstur með sérstöku tæki. Það er síðan samverkun lyfsins og ljóssins sem vinnur á meininu. Gísli Ingvarsson, húðlæknir í Lágmúlanum er kunnugur þessari meðferð og hefur yfir tæki að ráða sem notað er með áburðinum. "Ég kynntist þessu lyfi í Tromsö í Noregi þar sem ég starfaði um tíma," segir hann og staðfestir að Metvix sé orðið þekkt víða í Evrópu og tæknibúnaðurinn og aðferðafræðin sem þurfi til að beita meðferðinni sé vel þekkt af öllum húðsjúkdómalæknum. Hann telur þessa aðferð jafnvel gagnast á fleiri krabbamein en húðkrabba en skilyrði fyrir lækningu sé að hægt sé að koma ljósgjafanum að. Gísli segir húðkrabbamein hafa aukist jafnt og þétt í hlutfalli við sólarnotkun fólks og flöguþekju og grunnfrumumeinin sem Metvix vinnur á segir hann algeng hjá norrænu fólki. Meðferðin dugar hinsvegar ekki gegn sortuæxlum.
Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira