Íraskar konur uggandi um sinn hag 5. október 2004 00:01 Þótt hagur írösku þjóðarinnar hafi vænkast á ýmsa lund síðan stríðinu þar lauk þá hefur staða kvenna í þessu stríðshrjáða landi á margan hátt versnað. Íraskar konur hafa síðustu áratugi notið meiri samfélagsréttinda en kynsystur þeirra víðast hvar í arabaheiminum. Þróun mála í landinu hefur hins vegar gert það að verkum að þær óttast nú um sinn hag. Það er algengur misskilningur að staða kvenna fyrir innrásina í Írak fyrir hálfu öðru ári síðan hafi verið afar slæm og núverandi hernám hafi haft sérstaklega jákvæð áhrif á þeirra hag, rétt eins og í Afganistan. Enda þótt Saddam Hussein hafi verið sannkallaður harðstjóri sem leiddi miklar hörmungar yfir þjóð sína þá nutu íraskar konur á valdatíma hans meiri réttinda en venja er í Mið-Austurlöndum. Konur voru hvattar til að afla sér menntunar og þeim var heimilað að ganga í nánast öll störf sem í öðrum löndum voru frátekin fyrir karlmenn. Þessi stefna stafaði öðrum þræði af hagrænum ástæðum, stríðsreksturinn gegn Íran á níunda áratugnum gerði það að verkum að kvenna var einfaldlega meiri þörf í atvinnulífinu. Lagaleg staða kvenna var jafnframt nokkuð góð. Upp úr 1970 var þeim heimilað að velja sér mannsefni og skilja síðan við eiginmenn sína en nauðungarhjónabönd voru bönnuð með öllu svo og fjölkvæni. Hinn veraldlegi Bath-flokkur Saddams lagði ekki síst áherslu á þessa stefnu til að grafa undan áhrifum klerka í landinu. Eftir 1991 fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina fyrir íraskar konur rétt eins og þjóðina alla. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gerðu það að verkum atvinnuástand snarversnaði og karlar gerðust því frekari á störfin. Samhliða þessari þróun jukust áhrif íslams í samfélaginu. Þannig hættu margir foreldrar að dætur sínar í skóla og höfuðblæjur kvenna urðu æ meira áberandi. Þannig eru mörg dæmi um að mæður séu vel menntaðar en dætur þeirra ólæsar. Vaxandi misskipting í samfélaginu varð ennfremur til þess að boðskapur bókstafstrúarmanna átti greiðari leið að hjörtum fólks. Í dag virðast flestar íraskar konur tvístígandi um hvort staða þeirra hafi batnað síðan Saddam var steypt af stóli. Í aðra röndina fagna þær nýfengnu skoðanafrelsi, bættari efnahag og aðgangi að fjölmiðlum og interneti. Í hina röndina óttast þær uppgang heittrúarafla og ofbeldið í landinu en þær hafa ekki farið varhluta af því. Upplausnin sem fylgdi falli einræðisstjórnarinnar hefur valdið því að mannrán, barsmíðar og nauðganir eru nú daglegt brauð víða um Írak. Mansal hefur jafnframt færst í vöxt og svokölluð "heiðursmorð" sem áður voru nánast óþekkt í Írak gerast æ algengari. Víða hætta konur sér sjaldnast út fyrir hússins dyr nema undir verndarhendi vopnaðra karlmanna. Í því pólitíska umróti sem nú ríkir í Írak hafa íslamskar hreyfingar verið að festa sig í sessi. Sumar þeirra eru hófsamar, t.d. Dawa-flokkur síta-múslima, á meðan aðrar hafa lýst yfir vilja til að koma á fót klerkaveldi í landinu að íranskri fyrirmynd þar sem dómsvald verður í höndum klerka. Hreyfing Muqtada al-Sadr er ein þessara hreyfinga Vart þarf að fara í grafgötur um hvaða áhrif slíkt hefði á stöðu kvenna í landinu. Fátt virðist benda til að Bandaríkjamenn hafi mikinn áhuga á að bæta hag þeirra þrátt fyrir fögur fyrirheit Bandaríkjaforseta um þessi efni. Þvert á móti hafa kvennahreyfingar bent á að réttindi íraskra kvenna eru nánast notuð sem skiptimynt í því valdatafli sem nú á sér stað. Aðeins sex konur eru í 33 manna bráðabirgðastjórn landsins og eru margar íraskar konur uggandi um að þeim eigi aldrei eftir að takast að komast til frekari valda ef staða þeirra verður ekki fljótlega styrkt. Þeirri skoðun hefur verið fleygt að aukin stjórnmálaþátttaka íraskra kvenna sé nauðsynlegt til eigi Írak ekki að liðast í sundur. Sé þetta mat rétt er mikið í húfi fyrir írösku þjóðina. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Þótt hagur írösku þjóðarinnar hafi vænkast á ýmsa lund síðan stríðinu þar lauk þá hefur staða kvenna í þessu stríðshrjáða landi á margan hátt versnað. Íraskar konur hafa síðustu áratugi notið meiri samfélagsréttinda en kynsystur þeirra víðast hvar í arabaheiminum. Þróun mála í landinu hefur hins vegar gert það að verkum að þær óttast nú um sinn hag. Það er algengur misskilningur að staða kvenna fyrir innrásina í Írak fyrir hálfu öðru ári síðan hafi verið afar slæm og núverandi hernám hafi haft sérstaklega jákvæð áhrif á þeirra hag, rétt eins og í Afganistan. Enda þótt Saddam Hussein hafi verið sannkallaður harðstjóri sem leiddi miklar hörmungar yfir þjóð sína þá nutu íraskar konur á valdatíma hans meiri réttinda en venja er í Mið-Austurlöndum. Konur voru hvattar til að afla sér menntunar og þeim var heimilað að ganga í nánast öll störf sem í öðrum löndum voru frátekin fyrir karlmenn. Þessi stefna stafaði öðrum þræði af hagrænum ástæðum, stríðsreksturinn gegn Íran á níunda áratugnum gerði það að verkum að kvenna var einfaldlega meiri þörf í atvinnulífinu. Lagaleg staða kvenna var jafnframt nokkuð góð. Upp úr 1970 var þeim heimilað að velja sér mannsefni og skilja síðan við eiginmenn sína en nauðungarhjónabönd voru bönnuð með öllu svo og fjölkvæni. Hinn veraldlegi Bath-flokkur Saddams lagði ekki síst áherslu á þessa stefnu til að grafa undan áhrifum klerka í landinu. Eftir 1991 fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina fyrir íraskar konur rétt eins og þjóðina alla. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gerðu það að verkum atvinnuástand snarversnaði og karlar gerðust því frekari á störfin. Samhliða þessari þróun jukust áhrif íslams í samfélaginu. Þannig hættu margir foreldrar að dætur sínar í skóla og höfuðblæjur kvenna urðu æ meira áberandi. Þannig eru mörg dæmi um að mæður séu vel menntaðar en dætur þeirra ólæsar. Vaxandi misskipting í samfélaginu varð ennfremur til þess að boðskapur bókstafstrúarmanna átti greiðari leið að hjörtum fólks. Í dag virðast flestar íraskar konur tvístígandi um hvort staða þeirra hafi batnað síðan Saddam var steypt af stóli. Í aðra röndina fagna þær nýfengnu skoðanafrelsi, bættari efnahag og aðgangi að fjölmiðlum og interneti. Í hina röndina óttast þær uppgang heittrúarafla og ofbeldið í landinu en þær hafa ekki farið varhluta af því. Upplausnin sem fylgdi falli einræðisstjórnarinnar hefur valdið því að mannrán, barsmíðar og nauðganir eru nú daglegt brauð víða um Írak. Mansal hefur jafnframt færst í vöxt og svokölluð "heiðursmorð" sem áður voru nánast óþekkt í Írak gerast æ algengari. Víða hætta konur sér sjaldnast út fyrir hússins dyr nema undir verndarhendi vopnaðra karlmanna. Í því pólitíska umróti sem nú ríkir í Írak hafa íslamskar hreyfingar verið að festa sig í sessi. Sumar þeirra eru hófsamar, t.d. Dawa-flokkur síta-múslima, á meðan aðrar hafa lýst yfir vilja til að koma á fót klerkaveldi í landinu að íranskri fyrirmynd þar sem dómsvald verður í höndum klerka. Hreyfing Muqtada al-Sadr er ein þessara hreyfinga Vart þarf að fara í grafgötur um hvaða áhrif slíkt hefði á stöðu kvenna í landinu. Fátt virðist benda til að Bandaríkjamenn hafi mikinn áhuga á að bæta hag þeirra þrátt fyrir fögur fyrirheit Bandaríkjaforseta um þessi efni. Þvert á móti hafa kvennahreyfingar bent á að réttindi íraskra kvenna eru nánast notuð sem skiptimynt í því valdatafli sem nú á sér stað. Aðeins sex konur eru í 33 manna bráðabirgðastjórn landsins og eru margar íraskar konur uggandi um að þeim eigi aldrei eftir að takast að komast til frekari valda ef staða þeirra verður ekki fljótlega styrkt. Þeirri skoðun hefur verið fleygt að aukin stjórnmálaþátttaka íraskra kvenna sé nauðsynlegt til eigi Írak ekki að liðast í sundur. Sé þetta mat rétt er mikið í húfi fyrir írösku þjóðina.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent