Sjómannaforystan berst við Brim 5. október 2004 00:01 Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira