Innlent

Úrskurðað um Sundabraut

Skipulagsstofnun hefur loks fengið öll nauðsynleg gögn vegna mats á umhverfisáhrifum Sundabrautar og mun úrskurður liggja fyrir um mánaðamótin. Upphaflega átti að úrskurða í málinu 30. júlí. Skipulagsstofnun þurfti að leita eftir frekari upplýsingum frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg vegna athugasemda og umsagna sem bárust Skipulagsstofnun eftir að matsskýrslan var kynnt. "Vegagerðin og Reykjavíkurborg tóku sér svolítinn tíma til að bregðast við þessu og þess vegna hefur teygst úr þessu, en upplýsingarnar eru nú komnar í hús," segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, starfandi skipulagsstjóri. "Við þurftum þá aftur að leita til nokkurra umsagnaraðila með þau gögn og við eigum von á að fá þær umsagnir í lok vikunnar. Við höfum því tilkynnt Vegagerðinni og Reykjavíkurborg að úrskurður verði ljós fyrir mánaðamót." Alls bárust um 15 athugasemdir og umsagnir vegna Sundabrautar. Sett var út á ýmislegt svo sem útfærslu á brúm og gatnamótum sem tengjast Sundabrautinni. Sjónræn áhrif, mengun í sjó og hljóðmengun vegna aukinnar umferðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×