Tími valdboðs og foringjaræðis liðinn? 7. október 2004 00:01 Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun