Þrískipting valdsins Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. október 2004 00:01 Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar