Hækkun jafnmikil og parísarveislan 8. október 2004 00:01 Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira