ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér 14. október 2004 00:01 Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira