Aveda-vörur fyrir bæði kynin 14. október 2004 00:01 "Það sérstæða við vörurnar okkar er að þær eru lífrænar og innihalda lítil sem engin rotvarnarefni. Engin kemísk efni eru í vörunum og því eru þær mjög hollar og afskaplega heilbrigðar," segir Elma Dögg Gonzales, verslunarstjóri Aveda-verslunarinnar í Kringlunni. Aveda-verslunin í Kringlunni hefur verið stafrækt hér á landi í um átta ár. Aveda selur eingöngu Aveda-vörur sem koma beint frá Minneapolis í Bandaríkjunum. Er þetta eina verslunin á Norðurlöndunum en það stendur til bóta þar sem Aveda-fyrirtækið er alltaf að stækka og færa út kvíarnar. Sami grunnur er í vörunum þó að stundum detti ein út og önnur komi í staðinn. Mesta endurnýjunin er í förðunarvörunum þar sem litir og stefnur breytast í takt við tískuna. "Það er mikil vinna á bak við hverja vörutegund og því er vöruverðið frekar lágt. Við seljum vörur fyrir bæði kynin og eru þetta algjörar hágæðavörur enda höfum við fengið mjög góðar viðtökur á Íslandi," segir Elma Dögg en umbúðirnar utan um vörurnar eru einnig lífrænar. Kosturinn við Aveda-vörurnar er einnig sá að þær eru mjög drjúgar og hægt er að eiga til dæmis sama sjampóið í marga mánuði. "Þessar vörur eru ekki seldar hvar sem er enda eru þær gerðar úr jurtum og blómum. Þær eru mjög hollar og sem dæmi má taka að hægt er að borða varalitinn okkar án þess að hljóta skaða af," segir Elma Dögg að lokum.Replenishing Body Moisturizer. Þetta er húðkrem sem er gert úr efni í kókoshnetu þannig að það bindur rakann í húðinni mjög vel.Mynd/E.Ól.Hand Relief handáburður. Inniheldur mikið af vítamínum sem er gott fyrir allar húðtegundir.Mynd/E.Ól.Hydrating Lotion. Mjög létt krem sem gefur mikinn raka og inniheldur mikið af vítamínum.Mynd/E.Ól.Intensive Hydrating Masque. Mjög góður rakamaski sem er tilvalinn fyrir veturinn þegar húðin þurrkast upp.Mynd/E.Ól.Shampure sjampó. Afskaplega vinsælt fjölskyldusjampó. Það er gert úr morgunhnetu og inniheldur mikið prótein. Fjölskyldan getur keypt sér stóran brúsa og pumpu og notað saman óháð aldri.Mynd/E.Ól.Pure Abundance sjampó og næring. Glænýjar vörur. Sjampóið og næringin þykkir hárið og gefur því fyllingu. Það fer utan á hárið þannig að það virkar þykkara.Mynd/E.Ól.Aveda Comforting Tea. Þetta er slökunarte sem unnið er úr lakkrísrót og mintu ásamt 74 öðrum jurtum. Það er búið að vera til lengi og er rosalega vinsælt og hægt er að drekka það bæði heitt og kalt. Sætur keimur er af teinu sem kemur eingöngu frá jurtunum og því þarf alls ekki að nota sykur.Mynd/E.Ól. Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Það sérstæða við vörurnar okkar er að þær eru lífrænar og innihalda lítil sem engin rotvarnarefni. Engin kemísk efni eru í vörunum og því eru þær mjög hollar og afskaplega heilbrigðar," segir Elma Dögg Gonzales, verslunarstjóri Aveda-verslunarinnar í Kringlunni. Aveda-verslunin í Kringlunni hefur verið stafrækt hér á landi í um átta ár. Aveda selur eingöngu Aveda-vörur sem koma beint frá Minneapolis í Bandaríkjunum. Er þetta eina verslunin á Norðurlöndunum en það stendur til bóta þar sem Aveda-fyrirtækið er alltaf að stækka og færa út kvíarnar. Sami grunnur er í vörunum þó að stundum detti ein út og önnur komi í staðinn. Mesta endurnýjunin er í förðunarvörunum þar sem litir og stefnur breytast í takt við tískuna. "Það er mikil vinna á bak við hverja vörutegund og því er vöruverðið frekar lágt. Við seljum vörur fyrir bæði kynin og eru þetta algjörar hágæðavörur enda höfum við fengið mjög góðar viðtökur á Íslandi," segir Elma Dögg en umbúðirnar utan um vörurnar eru einnig lífrænar. Kosturinn við Aveda-vörurnar er einnig sá að þær eru mjög drjúgar og hægt er að eiga til dæmis sama sjampóið í marga mánuði. "Þessar vörur eru ekki seldar hvar sem er enda eru þær gerðar úr jurtum og blómum. Þær eru mjög hollar og sem dæmi má taka að hægt er að borða varalitinn okkar án þess að hljóta skaða af," segir Elma Dögg að lokum.Replenishing Body Moisturizer. Þetta er húðkrem sem er gert úr efni í kókoshnetu þannig að það bindur rakann í húðinni mjög vel.Mynd/E.Ól.Hand Relief handáburður. Inniheldur mikið af vítamínum sem er gott fyrir allar húðtegundir.Mynd/E.Ól.Hydrating Lotion. Mjög létt krem sem gefur mikinn raka og inniheldur mikið af vítamínum.Mynd/E.Ól.Intensive Hydrating Masque. Mjög góður rakamaski sem er tilvalinn fyrir veturinn þegar húðin þurrkast upp.Mynd/E.Ól.Shampure sjampó. Afskaplega vinsælt fjölskyldusjampó. Það er gert úr morgunhnetu og inniheldur mikið prótein. Fjölskyldan getur keypt sér stóran brúsa og pumpu og notað saman óháð aldri.Mynd/E.Ól.Pure Abundance sjampó og næring. Glænýjar vörur. Sjampóið og næringin þykkir hárið og gefur því fyllingu. Það fer utan á hárið þannig að það virkar þykkara.Mynd/E.Ól.Aveda Comforting Tea. Þetta er slökunarte sem unnið er úr lakkrísrót og mintu ásamt 74 öðrum jurtum. Það er búið að vera til lengi og er rosalega vinsælt og hægt er að drekka það bæði heitt og kalt. Sætur keimur er af teinu sem kemur eingöngu frá jurtunum og því þarf alls ekki að nota sykur.Mynd/E.Ól.
Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira