Misskildi stjórnin kjarasamninga? 14. október 2004 00:01 Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira