Hvar er heimasíða Ólafs Ragnars? 15. október 2004 00:01 Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun