Hvar er heimasíða Ólafs Ragnars? 15. október 2004 00:01 Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun