Varnarhugmyndir gagnrýndar 18. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira