Málaferli gegn borginni 18. október 2004 00:01 Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira