Með blómabúð í rekstri 19. október 2004 00:01 Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram." Atvinna Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram."
Atvinna Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira