Bowen-tækni 19. október 2004 00:01 "Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við allskyns kvillum," segir Margeir Sigurðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17. "Það var Ástralinn Ted Bowen sem þróaði þessa tækni en hann var ómenntaður maður sem þurfti 14 ára gamall að fara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni. Bowen var líka áhugamaður um íþróttir og þegar samstarfsmenn og félagar úr íþróttunum kvörtuðu yfir verkjum og eymslum fór hann að nudda þá á ákveðinn hátt og öðruvísi en aðrir höfðu gert. Strákunum fór strax að líða betur og fljótlega spurðist þetta út. Þegar Bowen kom heim svo heim úr vinnunni á kvöldin var biðröð út úr dyrum og hann var oft að fram yfir miðnætti. Það kom að því að hann hætti að vinna og helgaði sig alveg þessari tækni. Hann var svo seinna gerður að heiðursdoktor í liðskekkjulækningum við háskólann í Sidney." Margeir segir Bowen-tækni mikið notaða við íþróttameiðslum og ekki síður sem fyrirbyggjandi aðferð. "Tæknin er annars notuð við hverskyns kvillum, verkjum og einnig þunglyndi. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu og nú síðast á Bowen-tækni við asma og í 80% tilfella hlaut fólk bata." Í lok október verður efnt til námskeiðs í Reykjavík í þessari tækni og um miðjan nóvember á Akureyri. "Þetta geta allir lært og í Bretlandi situr saman á skólabekk fólk af götunni, heimilislæknar og aðrir úr heilbrigðisstétt. Við erum líka svo heppin hér að hafa íslenskan kennara og allt námsefnið er á íslensku svo allir geta tekið þátt," segir Margeir. Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við allskyns kvillum," segir Margeir Sigurðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17. "Það var Ástralinn Ted Bowen sem þróaði þessa tækni en hann var ómenntaður maður sem þurfti 14 ára gamall að fara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni. Bowen var líka áhugamaður um íþróttir og þegar samstarfsmenn og félagar úr íþróttunum kvörtuðu yfir verkjum og eymslum fór hann að nudda þá á ákveðinn hátt og öðruvísi en aðrir höfðu gert. Strákunum fór strax að líða betur og fljótlega spurðist þetta út. Þegar Bowen kom heim svo heim úr vinnunni á kvöldin var biðröð út úr dyrum og hann var oft að fram yfir miðnætti. Það kom að því að hann hætti að vinna og helgaði sig alveg þessari tækni. Hann var svo seinna gerður að heiðursdoktor í liðskekkjulækningum við háskólann í Sidney." Margeir segir Bowen-tækni mikið notaða við íþróttameiðslum og ekki síður sem fyrirbyggjandi aðferð. "Tæknin er annars notuð við hverskyns kvillum, verkjum og einnig þunglyndi. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu og nú síðast á Bowen-tækni við asma og í 80% tilfella hlaut fólk bata." Í lok október verður efnt til námskeiðs í Reykjavík í þessari tækni og um miðjan nóvember á Akureyri. "Þetta geta allir lært og í Bretlandi situr saman á skólabekk fólk af götunni, heimilislæknar og aðrir úr heilbrigðisstétt. Við erum líka svo heppin hér að hafa íslenskan kennara og allt námsefnið er á íslensku svo allir geta tekið þátt," segir Margeir.
Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira