Íslandsmeistarmótið í vaxtarrækt 19. október 2004 00:01 Líkamsrækt er Íslendingum mjög hugleikin og allir vilja koma sér í gott form. Dagana 7. til 13. nóvember fer fram Íslandsmeistaramót Galaxy Fitness í Laugardalshöll. Enn er hægt að skrá sig í keppnina en skráningarfrestur rennur út 1. nóvember. Á mótinu er dæmt eftir mörgum þáttum, eins og til dæmis vöðvamassa, sviðsframkomu, hári, fötum og brosi. Upplýsingar um mótið er hægt að finna á kraftsport.is og í síma 663 1111. Skráning er á herkules@internet.is. Fréttablaðið ákvað að fylgja tveim keppendum eftir á leið sinni á mótið og athuga hvað til þarf til að verða vaxtarræktarmeistari. Nafn: Ívar Guðmundsson. Aldur: 38 ára. Markmið: Í raun og veru að vera í góðu formi og geta tekið þátt í svona mótum og náð góðum árangri. Ég hef lent fjórum sinnum í öðru sæti þannig að mér finnst það viðunandi árangur. Ívar byrjaði að lyfta að einhverju leyti fyrir fimmtán árum en hefur æft reglulega síðustu sjö ár. "Núna er ég að taka mataræðið í gegn. Ég er að klippa út allan skyndibita eins og pítsur og hamborgara sem öllum finnst svo gott. Ég sleppi líka gosi og sælgæti og reyni að borða hollan mat. Ég reyndar borða á Subway og Nings því þeir bjóða upp á góða heilsurétti. Það er það helsta sem breytist. Síðan er ég að auka hreyfingu og stunda frekar úthaldsþjálfun en styrktarþjálfun. Ég einbeiti mér ekki að því að lyfta þungu heldur auka úthald og tek frekar styttri æfingar og fleiri. Ég hef í raun og veru verið að búa mig undir þetta mót síðan á síðasta móti fyrir ári síðan. Ég tók rispu þar sem ég keppti á átta mótum með sex mánaða millibili en ákvað að taka mér frí frá einu móti til að laga eitt og annað. Ég tók punktana sem dómarar gáfu mér á síðasta móti og lagaði það sem betur mátti fara. Það er orðið rútína hjá mér að fara á æfingu en auðvitað er mótið alltaf í huganum. Fyrst og fremst er ég að gera þetta fyrir sjálfan mig." Nafn: Sólveig Einarsdóttir. Aldur: 27 ára. Markmið í keppninni: Að gera mitt allra besta svo ég komi sátt frá keppni. Auðvitað langar mig að komast áfram en það eru margir góðir keppendur þannig að ég geri mér engar vonir. Sólveig er búin að æfa af fullum krafti í tvö og hálft ár. "Við erum búin að vera á sérstöku mataræði í tólf vikur og nú er endaspretturinn að byrja, sem er langerfiðastur. Nú þarf ég að taka sífellt meira og meira út úr mataræðinu. Um þessar mundir er ég að taka út krydd, mjólkurvörur og allan aukasykur en lifi nær eingöngu á próteinum, hafragrauti, kjúklingabringum, grænmeti og ávöxtum. Ég reyni samt að hafa mataræðið frekar fjölbreytt. Núna fer ég í ræktina sjö til níu sinnum í viku og reyni að brenna vel. Ég brenni þrisvar til fjórum sinnum í viku og lyfti síðan seinni partinn. Ég hef verið að móta vöðvana og skera mig niður og nú er komið að því að brenna fitunni í kringum vöðvana. Þetta er mjög markviss þjálfun en ég æfi í fjörutíu til sextíu mínútur á dag því eftir það er ég orðin löt og æfingarnar skila engum árangri."Mynd/Vilhelm Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Líkamsrækt er Íslendingum mjög hugleikin og allir vilja koma sér í gott form. Dagana 7. til 13. nóvember fer fram Íslandsmeistaramót Galaxy Fitness í Laugardalshöll. Enn er hægt að skrá sig í keppnina en skráningarfrestur rennur út 1. nóvember. Á mótinu er dæmt eftir mörgum þáttum, eins og til dæmis vöðvamassa, sviðsframkomu, hári, fötum og brosi. Upplýsingar um mótið er hægt að finna á kraftsport.is og í síma 663 1111. Skráning er á herkules@internet.is. Fréttablaðið ákvað að fylgja tveim keppendum eftir á leið sinni á mótið og athuga hvað til þarf til að verða vaxtarræktarmeistari. Nafn: Ívar Guðmundsson. Aldur: 38 ára. Markmið: Í raun og veru að vera í góðu formi og geta tekið þátt í svona mótum og náð góðum árangri. Ég hef lent fjórum sinnum í öðru sæti þannig að mér finnst það viðunandi árangur. Ívar byrjaði að lyfta að einhverju leyti fyrir fimmtán árum en hefur æft reglulega síðustu sjö ár. "Núna er ég að taka mataræðið í gegn. Ég er að klippa út allan skyndibita eins og pítsur og hamborgara sem öllum finnst svo gott. Ég sleppi líka gosi og sælgæti og reyni að borða hollan mat. Ég reyndar borða á Subway og Nings því þeir bjóða upp á góða heilsurétti. Það er það helsta sem breytist. Síðan er ég að auka hreyfingu og stunda frekar úthaldsþjálfun en styrktarþjálfun. Ég einbeiti mér ekki að því að lyfta þungu heldur auka úthald og tek frekar styttri æfingar og fleiri. Ég hef í raun og veru verið að búa mig undir þetta mót síðan á síðasta móti fyrir ári síðan. Ég tók rispu þar sem ég keppti á átta mótum með sex mánaða millibili en ákvað að taka mér frí frá einu móti til að laga eitt og annað. Ég tók punktana sem dómarar gáfu mér á síðasta móti og lagaði það sem betur mátti fara. Það er orðið rútína hjá mér að fara á æfingu en auðvitað er mótið alltaf í huganum. Fyrst og fremst er ég að gera þetta fyrir sjálfan mig." Nafn: Sólveig Einarsdóttir. Aldur: 27 ára. Markmið í keppninni: Að gera mitt allra besta svo ég komi sátt frá keppni. Auðvitað langar mig að komast áfram en það eru margir góðir keppendur þannig að ég geri mér engar vonir. Sólveig er búin að æfa af fullum krafti í tvö og hálft ár. "Við erum búin að vera á sérstöku mataræði í tólf vikur og nú er endaspretturinn að byrja, sem er langerfiðastur. Nú þarf ég að taka sífellt meira og meira út úr mataræðinu. Um þessar mundir er ég að taka út krydd, mjólkurvörur og allan aukasykur en lifi nær eingöngu á próteinum, hafragrauti, kjúklingabringum, grænmeti og ávöxtum. Ég reyni samt að hafa mataræðið frekar fjölbreytt. Núna fer ég í ræktina sjö til níu sinnum í viku og reyni að brenna vel. Ég brenni þrisvar til fjórum sinnum í viku og lyfti síðan seinni partinn. Ég hef verið að móta vöðvana og skera mig niður og nú er komið að því að brenna fitunni í kringum vöðvana. Þetta er mjög markviss þjálfun en ég æfi í fjörutíu til sextíu mínútur á dag því eftir það er ég orðin löt og æfingarnar skila engum árangri."Mynd/Vilhelm
Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira