Aðgerð gegn aukakílóum 19. október 2004 00:01 Þeir sem gengist hafa undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að losa sig við aukakílóin eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðinnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota og fjallað er um rannsóknina á fréttasíðu BBC. Rannsóknin sýnir að nokkrir sjúklingar kvarta undan sársauka, doða og ertingu eftir að hafa látið minnka á sér magann og stytta þarmana. Rannsakendur telja líklegast að skemmdirnar orsakist af vannæringu vegna þess að líkaminn er ekki eins hæfur til að taka upp næringarefni eftir aðgerðina. Hægt er að koma í veg fyrir þessi vandræði með réttu fæðuvali í kjölfar aðgerðar. Í rannsókninni kemur fram að einn af hverjum sex sem gengust undir svona aðgerð urðu fyrir taugaskaða að einhverju leyti. Þeir sjúklingar sem höfðu fengið stífa ráðgjöf og eftirfylgni varðandi fæðuval áttu yfirleitt ekki við vandamál að stríða. Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þeir sem gengist hafa undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að losa sig við aukakílóin eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðinnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota og fjallað er um rannsóknina á fréttasíðu BBC. Rannsóknin sýnir að nokkrir sjúklingar kvarta undan sársauka, doða og ertingu eftir að hafa látið minnka á sér magann og stytta þarmana. Rannsakendur telja líklegast að skemmdirnar orsakist af vannæringu vegna þess að líkaminn er ekki eins hæfur til að taka upp næringarefni eftir aðgerðina. Hægt er að koma í veg fyrir þessi vandræði með réttu fæðuvali í kjölfar aðgerðar. Í rannsókninni kemur fram að einn af hverjum sex sem gengust undir svona aðgerð urðu fyrir taugaskaða að einhverju leyti. Þeir sjúklingar sem höfðu fengið stífa ráðgjöf og eftirfylgni varðandi fæðuval áttu yfirleitt ekki við vandamál að stríða.
Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira