Tuga milljóna tjón 19. október 2004 00:01 Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira