Fékk óskina áttfallt uppfylta 19. október 2004 00:01 Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira