Breytti kápuskildi í hálsmen 21. október 2004 00:01 "Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það." Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það."
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira