Hæsta álagnings tannlæknis 103% 21. október 2004 00:01 Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira