Hæsta álagnings tannlæknis 103% 21. október 2004 00:01 Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira