Innlent

Ekkert svar frá ríkissaksóknara

"Ríkissaksóknari á að fylgjast með því að þeim sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlögum," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. En vélhjólamaður brákaði lögreglumann á nefi í Leifsstöð í desember síðastliðinn. Hvorki lögreglumaðurinn né embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli kærðu vélhjólamanninn. Ekki fengust svör hjá embætti ríkissaksóknara um það hvort embættið hygðist óska eftir að málið yrði rannsakað. Ragnar segir að ef ríkissaksóknari verði var við að afbrot þannig að af hljótist beinbrot eða annað ámóta beri honum að óska eftir rannsókn á málinu og fylgja henni eftir með ákæru ef sönnunargögn leiða til þess. Vélhjólamaðurinn neitaði að sýna skilríki við komuna til landsins og var hann því handtekinn en með honum í för voru níu vítisenglar frá Noregi og einn annar Íslendingur. Lögreglumaðurinn kærði ekki þar sem honum stóð stuggur af vélhjólamanninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×