Vitni óttast axarmanninn 21. október 2004 00:01 Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira