Er Íslensk menning líflaus? 22. október 2004 00:01 Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun