Innlent

Verslun truflaði umferð

Það jaðraði við umferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum og meira að segja hörðustu Ólsarar tóku sér verslunarferð á hendur í Hólminn, sem telst til tíðinda á Snæfellsnesi. Jóhannes Jónsson bauð fólk velkomið og veitti styrki í tilefni opnunarinnar til knattspyrnufélagsins Víkings, körfuknattleiksdeildar Snæfells og Björgunarsveitarinnar Berserkja. Nýja Bónusbúðin er í húsi þar sem áður var 10-11 og hefur flest starfsfólk úr verslun 10-11 þegið starf í hinni nýju verslun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×