Samfylkingarkonur í stafgöngu 25. október 2004 00:01 Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum. Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum.
Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira