Kaupir ekki mikið af fötum 27. október 2004 00:01 "Ég kaupi mér ekki mikið af fötum. Ég reyni að fara sjaldnar og kaupi mér þá eitthvað sem ég get blandað við þau föt sem ég á fyrir. Ég á ekki mikið af fötum en ég á rosalega mikið af skóm. Ég er eiginlega algjör skófrík," segir Sesselja Thorberg, iðnhönnuður og aðstoðardagskrárgerðarmanneskja í þættinum Innlit útlit með Völu Matt á Skjá Einum. Aðspurð um hvað sé í algjöru uppáhaldi verður Sesselja að velja tvennt sem hún hefur sérstakt dálæti á. "Nýi jakkinn minn úr Zöru er í uppáhaldi núna. Hann er alveg glænýr úr flaueli og með skinnkraga. Hann er rosalega töff og ég fíla líka þennan "forties"-stíl. Annað sem ég held mikið upp á eru bleiku gúmmístígvélin mín sem ég geng mjög oft í. Ég keypti þau í Focus og þau eru mjög flott með röndum á og smellu. Stígvélin eru praktískt og vekja auðvitað athygli hvert sem ég fer," segir Sesselja sem lætur snið og samsetningu ráða fatavali frekar en merki. "Ég versla hvar sem er og er ekki mikið merkjafrík, nema þá helst í töskum. Ef sniðið er fallegt og litasamsetningin líka þá kaupi ég flíkina." Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég kaupi mér ekki mikið af fötum. Ég reyni að fara sjaldnar og kaupi mér þá eitthvað sem ég get blandað við þau föt sem ég á fyrir. Ég á ekki mikið af fötum en ég á rosalega mikið af skóm. Ég er eiginlega algjör skófrík," segir Sesselja Thorberg, iðnhönnuður og aðstoðardagskrárgerðarmanneskja í þættinum Innlit útlit með Völu Matt á Skjá Einum. Aðspurð um hvað sé í algjöru uppáhaldi verður Sesselja að velja tvennt sem hún hefur sérstakt dálæti á. "Nýi jakkinn minn úr Zöru er í uppáhaldi núna. Hann er alveg glænýr úr flaueli og með skinnkraga. Hann er rosalega töff og ég fíla líka þennan "forties"-stíl. Annað sem ég held mikið upp á eru bleiku gúmmístígvélin mín sem ég geng mjög oft í. Ég keypti þau í Focus og þau eru mjög flott með röndum á og smellu. Stígvélin eru praktískt og vekja auðvitað athygli hvert sem ég fer," segir Sesselja sem lætur snið og samsetningu ráða fatavali frekar en merki. "Ég versla hvar sem er og er ekki mikið merkjafrík, nema þá helst í töskum. Ef sniðið er fallegt og litasamsetningin líka þá kaupi ég flíkina."
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira