Betra ef Bush ynni 27. október 2004 00:01 Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent