Voru að hlýða skipunum 29. október 2004 00:01 Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira