Ungt fólk í atvinnurekstri 30. október 2004 00:01 Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu. Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu.
Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira