Hollvinir hins gullna jafnvægis 30. október 2004 00:01 "Við þurfum að fá ábendingar um fyrirtæki sem sýna góðan skilning á þörfum og aðstæðum starfsmanna sinna í einkalífinu," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur sem ásamt fleirum undirbýr ráðstefnuna Heima og heiman: Samræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi, sem haldin verður á Nordica hóteli 17. nóvember. Þar verður veitt viðurkenningin Lóð á vogarskálina og fellur hún tveimur fyrirtækjum í skaut sem skara framúr í að hjálpa starfsfólki sínu að samræma starf og einkalíf, annars vegar opinberri stofnun og hinsvegar einkareknu fyrirtæki. Leitað er eftir þátttöku almennings í að velja þau fyrirtæki og rökstuddar ábendingar þurfa að hafa borist inn á vefinn hgj.is fyrir 5. nóvember. "Við vonumst til að safna þarna inn mörgum sögum og lýsingum á fyrirtækjum sem eru að standa sig vel að þessu leyti. Svo mun vinnuhópur fara í gegnum þær ábendingar og velja," segir Hildur. Það eru "Hollvinir hins gullna jafnvægis", samtök 17 aðila sem standa að ráðstefnunni og verðlaunaveitingunni. Þeir halda úti vefsvæðinu hgj.is og þetta verður í annað sinn sem þeir veita svona viðurkenningu fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki.Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur. Atvinna Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við þurfum að fá ábendingar um fyrirtæki sem sýna góðan skilning á þörfum og aðstæðum starfsmanna sinna í einkalífinu," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur sem ásamt fleirum undirbýr ráðstefnuna Heima og heiman: Samræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi, sem haldin verður á Nordica hóteli 17. nóvember. Þar verður veitt viðurkenningin Lóð á vogarskálina og fellur hún tveimur fyrirtækjum í skaut sem skara framúr í að hjálpa starfsfólki sínu að samræma starf og einkalíf, annars vegar opinberri stofnun og hinsvegar einkareknu fyrirtæki. Leitað er eftir þátttöku almennings í að velja þau fyrirtæki og rökstuddar ábendingar þurfa að hafa borist inn á vefinn hgj.is fyrir 5. nóvember. "Við vonumst til að safna þarna inn mörgum sögum og lýsingum á fyrirtækjum sem eru að standa sig vel að þessu leyti. Svo mun vinnuhópur fara í gegnum þær ábendingar og velja," segir Hildur. Það eru "Hollvinir hins gullna jafnvægis", samtök 17 aðila sem standa að ráðstefnunni og verðlaunaveitingunni. Þeir halda úti vefsvæðinu hgj.is og þetta verður í annað sinn sem þeir veita svona viðurkenningu fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki.Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur.
Atvinna Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira