Samskiptin komin í eðlilegt horf 30. október 2004 00:01 Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50% Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50%
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira