Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð 31. október 2004 00:01 Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira