Innlent

Óvíst hvernig bæta á skaðann

"Við vitum ekkert hvernig eða hvort á að bæta börnum upp þennan tíma sem fallið hefur úr," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. Kennsla hefst í grunnskólum landsins í dag. Eftir því sem hægt er verður reynt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, en afar misjafnt er hvernig nemendur eru í stakk búnir til að halda áfram námi eftir sex vikna verkfall. "Það skýrist ekkert fyrr en þessu linnir, hvernig tekið verður á þessu." Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að starfshópur á vegum ráðuneytisins sé að skoða þetta, og hann hafi samstarf við skólayfirvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×