Gæti vart verið jafnara 31. október 2004 00:01 Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279 Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira