Þúsundir sjálfboðaliða við smölun 1. nóvember 2004 00:01 Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira