Innlent

Rannsókn í samvinnu við Interpol

Rúmlega tvítugur maður, sem var handtekinn eftir að hafa móttekið póstsendingu með tæpum 200 grömmum af hassi á pósthúsinu á Flateyri á miðvikudaginn í síðustu viku, hefur verið látinn laus. Játning liggur ekki fyrir en rannsókn lögreglunnar á Ísafirði er í samvinnu við Interpol. Pakkasendingin með fíkniefnunum kom frá Póllandi en fíkniefnahundur vakti athygli tollgæslu á pakkanum í tollpóststofunni í Reykjavík. Sendingunni var síðan fylgt eftir til Flateyrar og var maðurinn handtekinn þegar hann vitjaði sendingarinnar. Á föstudaginn var maðurinn síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald til gærdagsins og var hann látinn laus um hádegisbilið. Ekki var talin ástæða til að halda manninum lengur vegna rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins heldur áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×