Eldgos líklega hafið í Grímsvötnum 1. nóvember 2004 00:01 "Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
"Það er margt sem bendir til þess að gos sé hafið í eða við Grímsvötn. Við vitum ekki mikið meira um það í bili, hvort það er enn ofan í vatninu sjálfu eða undir ís, eða hvort það hefur brotið sér leið upp. Þetta er á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Grímsvötnum 1998," sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands í kvöld. Í framhaldi af vaxandi jarðskjálftum undanfarna daga og sérstaklega í dag, hófst samfelld hrina jarðskjálfta og óróa upp úr klukkan 20 í kvöld. Töldu menn líklegt að þar með hefði eldgos hafist í Grímsvötnum. Veðurstofan fylgist grannt með framvindunni og Samhæfingarstöð almannavarna var opnuð í kvöld vegna gossins. Flugmálastjórn, Vegagerðin, lögreglustjórinn í Vík og lögreglustjórinn á Höfn í Hornafirði hafa verið upplýstir um stöðu mála. "Við höfum ekki séð nein merki goss í radar en ef gosið brýst upp á yfirborðið og nær nokkurri hæð má sjá gosmökkinn í radar. Það er reyndar alls ekki víst að neitt að ráði sé farið að koma upp, þetta er trúlega undir jökli ennþá. Við teljum þó rétt að skýra frá þessu fyrr en síðar," sagði Ragnar Stefánsson. "Það hafa sést mjög smá gos á þessum slóðum en það er ómögulegt á þessari stundu að segja nokkuð til um stærð gossins. Hins vegar höfum við verið að búast við því að Grímsvötnin færu af stað. Landmælingar hafa sýnt að Grímsfjall hefur verið að þenjast út og okkur fannst því líklegt að þegar vötnin hefðu tæmt sig í þessu hlaupi, sem hófst fyrir nokkrum dögum, mundi létta það mikið þrýstingi ofan af kvikunni að hún myndi ná upp á yfirborðið," sagði Ragnar Stefánsson. Síðast varð gos í Grímsvötnum árið 1998, þá náði gosmökkurinn allt að tíu kílómetra hæð. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við Fréttablaðið í dag, að ef svipaðar aðstæður skapist núna geti það vissulega haft áhrif á flugumferð sem þurfi að taka mið af gosmökknum. Samhæfingarstöð almannavarna hefur í kvöld beint flugumferð frá Suðvesturhorninu.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira