Deilt um stöðu borgarstjóra 2. nóvember 2004 00:01 Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira