Sjálfstæðismanni ekki sætt 2. nóvember 2004 00:01 „Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum