Erlent

Óvíst hver vinnur í Ohio

Of litlu munar á George W. Bush og John Kerry í Ohio til að spá fyrir um hvor þeirra fær þá 20 kjörmenn sem ríkið færir sigurvegaranum. Ríkið er eitt af þremur stærstu óvissuríkjunum sem talið er að komi til með að vega einna þyngst á munum þegar upp er staðið. Samkvæmt fyrstu tölum hefur Bush naumt forskot, 52 prósent gegn 48 prósentum hjá Kerry. Af þremur ríkjum sem lokuðu kjörstöðum klukkan hálf eitt að íslenskum tímum er aðeins hægt að spá fyrir um sigurvegara í einu, Vestur Virginíu sem virðist ætla að færa Bush fimm kjörmenn eins og skoðanakannanir gáfu til kynna. Í Norður-Karólínu er barist um fimmtán kjörsæti. Þar er ekki hægt að spá um sigurvegara að svo stöddu en Bush var spáð sigri í ríkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×