
Erlent
Halda meirihluta á þingi

Repúblikanar héldu meirihluta sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fimmtu kosningarnar í röð og juku reyndar við meirihlutann því þeir unnu fjögur sæti í Texas á kostnað demókrata. Þetta er í fyrsta sinn í meira en 70 ár sem repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni tólf ár í röð. Það er ekki aðeins í fulltrúadeildinni sem repúblikanar halda meirihluta sínum. Þeir héldu einnig meirihluta sínum í öldungadeild þingsins og geta fullkomnað þrennuna ef George W. Bush nær endurkjöri.