Biðin gæti varað í vikur 3. nóvember 2004 00:01 Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira