Truflar flug í Noregi og Svíþjóð 3. nóvember 2004 00:01 Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira