Furðu lostnir bræður áfrýja 5. nóvember 2004 00:01 Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira