Gríðarleg óánægja með tillöguna 6. nóvember 2004 00:01 Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira