Hækkun leikskólagjalda mótmælt 6. nóvember 2004 00:01 Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira