Örlög miðlunartillögunnar ráðast

Það ræðst síðdegis í dag hvort miðlunartillaga Ríkissáttasemjara í kennaradeilunni verður samþykkt eða felld og þá hvort verkfall kennara í grunnskólum hefst á ný í fyrramálið eða verður aflýst. Talning atkvæða um tillöguna hefst hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Samninganefnd sveitarfélaga kom saman til fundar í gærkvöldi en eftir því sem fréttastofan kemst næst var ekkert nýtt ústpil mótað á fundinum, ef svo færi að kennarar felldu tillöguna.