Heilsan felst í húmornum 8. nóvember 2004 00:01 "Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt." Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt."
Heilsa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira