Íslenska friðargæslan umdeild 8. nóvember 2004 00:01 Meirihluti almennings telur að íslensku friðargæsluliðarnir í Kabúl séu hermenn en ekki borgaralegir starfsmenn. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Í sömu könnun var spurt um þátttöku Íslendinga í friðargæslu og voru nánast jafn margir henni hlynntir og andvígir. Alþingismenn undrast hve mikil andstaða er á meðal þjóðarinnar við friðargæslu en stjórnarandstæðingar túlka andstöðuna á annan hátt en stjórnarliðar. Friðargæslan umdeild Könnun sýnir glögglega að þátttaka Íslendinga í friðargæslu er afar umdeild. 50,9 prósent eru hlynnt því að Íslendingar taki þátt í slíkum verkefnum en 49,1 prósent sögðust vera því andvíg. Ekki er munur á svörum karla og kvenna í þessum efnum en íbúar landsbyggðarinnar hafa hins vegar meiri efasemdir um þátttöku í friðargæslu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Drífa Hjartardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, er undrandi á andstöðunni við aðkomu Íslendinga að friðargæslu. "Þetta virðist vera mjög umdeilt og það kemur mér á óvart því ég hélt að Íslendingar vildu leggja hönd á plóginn í friðarmálum. Fyrst að við erum ekki með her, þá getum við einmitt komið að friðargæslu og uppbyggingu í stríðshrjáðum löndum," segir Drífa sem telur líklegt að umræðan síðustu daga hafi haft talsvert að segja um hvaða hug fólk ber til gæslunnar í dag. Rétt eins og Drífu kemur Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri-grænna og fulltrúa í utanríkismálanefnd, á óvart hversu margir segjast vera á móti þátttöku okkar í friðargæslu: "Ég átti von á meiri stuðningi vegna þess að ég held að Íslendingar séu almennt jákvæðir gagnvart því að við leggjum okkar af mörkum til þróunaraðstoðar og friðargæslu. Ég hneigist hins vegar til þess að skýra þessa miklu andstöðu með því að vísa til þróunarinnar að undanförnu, þ.e.a.s. að menn hafa tekið upp á því að vopna íslenska borgara og senda þá til átakasvæða, svo og nýliðinna atburða í Kabúl. Í rauninni eru þeir komnir út í hálfgerða hermennsku og það held ég að þjóðin sé ekki sátt við," segir formaður VG. Hermenn eða borgararlegir starfsmenn? Í könnuninni var fólk einnig spurt hvort það teldi íslensku friðargæsluliðana í Kabúl vera borgaralega starfsmenn eða hermenn. 41,8 prósent aðspurðra álíta að um borgaralega starfsmenn sé að ræða en 58,2 prósent telja að íslensku friðargæsluliðarnir séu hermenn. Heldur fleiri karlar eru á því að um hermenn sé að ræða en ekki er teljandi munur á skoðunum landsbyggðarfólks og höfuðborgarbúa á málinu. Steingrímur J. Sigfússon segir þessar niðurstöður mjög athyglisverðar. "Menn líta greinilega á þetta sem hermennsku og þátttöku í hernaðarbrölti. Ef jafnframt hefði verið spurt að því hvort fólk væri því fylgjandi að íslenskir borgarar væru alvopnaðir á átakasvæðum þá geri ég því skóna að lítill stuðningur hefði verið við það. Því miður hefur þjóðin aldrei verið spurð hvort hún sé sátt við þessa þróun sem Halldór Ásgrímsson hefur verið að pota áfram með stuðningi Davíðs Oddssonar." Drífa Hjartardóttir segir áhyggjuefni að svo margir telji íslenska friðargæsluliða vera hermenn. "Ég held að það verði að upplýsa fólk betur um hvað þarna er á ferðinni. Þarna eru menn með fjölbreytta og víðtæka reynslu og í góðri þjálfun. Við erum með okkar björgunarsveitir þar sem menn eru vel þjálfaðir en þeir eru ekki hermenn. Þetta er greinilega á misskilningi byggt." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Fyrri spurningin hljóðaði svo: "Eiga Íslendingar að taka þátt í friðargæslu?" og var svarhlutfallið 88,1 prósent. Síðari spurningin var á þessa leið: "Telur þú íslensku friðargæsluliðana í Kabúl vera borgaralega starfsmenn eða hermenn?" 86,8 prósent aðspurðra svöruðu henni. Vopn og verjur venjan Í dag vinna 22 Íslendingar við friðargæslu víðs vegar um heiminn. Einn starfar fyrir UNIFEM í Kosovo og annar sem lögreglufulltrúi hjá lögreglusveitum Evrópusambandsins í Bosníu. Fjórir Íslendingar eru við vopnaeftirlit á Sri Lanka og sextán inna ýmis störf af hendi í Kabúl. Meðal krafna sem gerðar eru til íslenskra friðargæsluliða eru háskólapróf, enskukunnátta, hæfni í mannlegum samskiptum og þolgæði undir álagi. Þeir sækja öryggisnámskeið hérlendis þar sem sjónum er einkum beint að notkun staðsetningartækja og almennum öryggisráðstöfunum. Að því loknu sækja friðargæsluliðar tveggja vikna langt námskeið í Noregi þar sem þeim er kennd meðferð skotvopna svo og hvernig þeir eigi að bera sig að á jarðsprengjusvæðum. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar, sendifulltrúa hjá íslensku friðargæslunni, er misjafnt hvort íslenskir friðargæsluliðar séu vopnaðir. Þannig voru íslenskir lögreglumenn í Kosovo undir vopnum en hins vegar voru flugvallarstarfsmenn í Pristina óvopnaðir þar sem öryggisaðstæður þóttu ekki krefjast þess. Allir íslensku friðargæsluliðarnir í Kabúl eru vopnaðir þar sem ástandið er talið mjög ótryggt enda gerir yfirstjórn NATO ófrávíkjanlega kröfu um slíkt. Þeim er jafnframt skylt að klæðast skotheldum vestum og að hafa hjálma í seilingarfjarlægð. Íslendingarnir sem lentu í sprengingunni í Kabúl á dögunum gripu ekki til vopna sinna enda tók árásina skjótt af. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Meirihluti almennings telur að íslensku friðargæsluliðarnir í Kabúl séu hermenn en ekki borgaralegir starfsmenn. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Í sömu könnun var spurt um þátttöku Íslendinga í friðargæslu og voru nánast jafn margir henni hlynntir og andvígir. Alþingismenn undrast hve mikil andstaða er á meðal þjóðarinnar við friðargæslu en stjórnarandstæðingar túlka andstöðuna á annan hátt en stjórnarliðar. Friðargæslan umdeild Könnun sýnir glögglega að þátttaka Íslendinga í friðargæslu er afar umdeild. 50,9 prósent eru hlynnt því að Íslendingar taki þátt í slíkum verkefnum en 49,1 prósent sögðust vera því andvíg. Ekki er munur á svörum karla og kvenna í þessum efnum en íbúar landsbyggðarinnar hafa hins vegar meiri efasemdir um þátttöku í friðargæslu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Drífa Hjartardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, er undrandi á andstöðunni við aðkomu Íslendinga að friðargæslu. "Þetta virðist vera mjög umdeilt og það kemur mér á óvart því ég hélt að Íslendingar vildu leggja hönd á plóginn í friðarmálum. Fyrst að við erum ekki með her, þá getum við einmitt komið að friðargæslu og uppbyggingu í stríðshrjáðum löndum," segir Drífa sem telur líklegt að umræðan síðustu daga hafi haft talsvert að segja um hvaða hug fólk ber til gæslunnar í dag. Rétt eins og Drífu kemur Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri-grænna og fulltrúa í utanríkismálanefnd, á óvart hversu margir segjast vera á móti þátttöku okkar í friðargæslu: "Ég átti von á meiri stuðningi vegna þess að ég held að Íslendingar séu almennt jákvæðir gagnvart því að við leggjum okkar af mörkum til þróunaraðstoðar og friðargæslu. Ég hneigist hins vegar til þess að skýra þessa miklu andstöðu með því að vísa til þróunarinnar að undanförnu, þ.e.a.s. að menn hafa tekið upp á því að vopna íslenska borgara og senda þá til átakasvæða, svo og nýliðinna atburða í Kabúl. Í rauninni eru þeir komnir út í hálfgerða hermennsku og það held ég að þjóðin sé ekki sátt við," segir formaður VG. Hermenn eða borgararlegir starfsmenn? Í könnuninni var fólk einnig spurt hvort það teldi íslensku friðargæsluliðana í Kabúl vera borgaralega starfsmenn eða hermenn. 41,8 prósent aðspurðra álíta að um borgaralega starfsmenn sé að ræða en 58,2 prósent telja að íslensku friðargæsluliðarnir séu hermenn. Heldur fleiri karlar eru á því að um hermenn sé að ræða en ekki er teljandi munur á skoðunum landsbyggðarfólks og höfuðborgarbúa á málinu. Steingrímur J. Sigfússon segir þessar niðurstöður mjög athyglisverðar. "Menn líta greinilega á þetta sem hermennsku og þátttöku í hernaðarbrölti. Ef jafnframt hefði verið spurt að því hvort fólk væri því fylgjandi að íslenskir borgarar væru alvopnaðir á átakasvæðum þá geri ég því skóna að lítill stuðningur hefði verið við það. Því miður hefur þjóðin aldrei verið spurð hvort hún sé sátt við þessa þróun sem Halldór Ásgrímsson hefur verið að pota áfram með stuðningi Davíðs Oddssonar." Drífa Hjartardóttir segir áhyggjuefni að svo margir telji íslenska friðargæsluliða vera hermenn. "Ég held að það verði að upplýsa fólk betur um hvað þarna er á ferðinni. Þarna eru menn með fjölbreytta og víðtæka reynslu og í góðri þjálfun. Við erum með okkar björgunarsveitir þar sem menn eru vel þjálfaðir en þeir eru ekki hermenn. Þetta er greinilega á misskilningi byggt." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Fyrri spurningin hljóðaði svo: "Eiga Íslendingar að taka þátt í friðargæslu?" og var svarhlutfallið 88,1 prósent. Síðari spurningin var á þessa leið: "Telur þú íslensku friðargæsluliðana í Kabúl vera borgaralega starfsmenn eða hermenn?" 86,8 prósent aðspurðra svöruðu henni. Vopn og verjur venjan Í dag vinna 22 Íslendingar við friðargæslu víðs vegar um heiminn. Einn starfar fyrir UNIFEM í Kosovo og annar sem lögreglufulltrúi hjá lögreglusveitum Evrópusambandsins í Bosníu. Fjórir Íslendingar eru við vopnaeftirlit á Sri Lanka og sextán inna ýmis störf af hendi í Kabúl. Meðal krafna sem gerðar eru til íslenskra friðargæsluliða eru háskólapróf, enskukunnátta, hæfni í mannlegum samskiptum og þolgæði undir álagi. Þeir sækja öryggisnámskeið hérlendis þar sem sjónum er einkum beint að notkun staðsetningartækja og almennum öryggisráðstöfunum. Að því loknu sækja friðargæsluliðar tveggja vikna langt námskeið í Noregi þar sem þeim er kennd meðferð skotvopna svo og hvernig þeir eigi að bera sig að á jarðsprengjusvæðum. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar, sendifulltrúa hjá íslensku friðargæslunni, er misjafnt hvort íslenskir friðargæsluliðar séu vopnaðir. Þannig voru íslenskir lögreglumenn í Kosovo undir vopnum en hins vegar voru flugvallarstarfsmenn í Pristina óvopnaðir þar sem öryggisaðstæður þóttu ekki krefjast þess. Allir íslensku friðargæsluliðarnir í Kabúl eru vopnaðir þar sem ástandið er talið mjög ótryggt enda gerir yfirstjórn NATO ófrávíkjanlega kröfu um slíkt. Þeim er jafnframt skylt að klæðast skotheldum vestum og að hafa hjálma í seilingarfjarlægð. Íslendingarnir sem lentu í sprengingunni í Kabúl á dögunum gripu ekki til vopna sinna enda tók árásina skjótt af.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira